Samfélagsleg ábyrgð

Umhverfismál

Vistvænar áherslur HMS endurspeglast einkum í umhverfis- og loftslagsstefnu stofnunarinnar
framtíðarsýn hennar og þeim Heimsmarkmiðum sem tengd hafa verið við starfsemi hennar.

Umhverfisáherslur HMS ná bæði til reksturs stofnunarinnar og faglegrar starfsemi. Við reksturHMS er meðal annars unnið að því að minnka þá kolefnislosun sem hlýst af orkunýtingu, samgöngum og úrgangi stofnunarinnar. Þá reynum við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum rekstursins til dæmis með minni sóun, betri flokkun og vistvænum innkaupum. Innleiðing Grænna skrefa í ríkisrekstri og árangursmælingar með Grænu bókhaldi hafa hjálpað okkur í því sambandi. Gefin hefur verið út umhverfisskýrsla HMS þar sem teknar eru saman lykiltölur um frammistöðu HMS í umhverfis- og loftslagsmálum á árinu 2021. Losun vegna starfsemi HMS á árunum 2019-2021 hefur verið kolefnisjafnaður hjá Sólheimum

Hvað faglega starfsemi HMS varðar, leggur stofnunin mikla áherslu á að stula að vistvænni þróun í húsnæðis- og mannvirkjagerð, enda er miðað við að mannvirkjageirinn beri ábyrgð á 30-40% af allri kolefnislosun á heimsvísu. Það gerum við til dæmis með því að birta fræðslumola og einföld ráð um vistvæn mannvirki á HMS.is. Einnig með þátttöku í Grænni byggð og öflugum samstarfsverkefnum á borð við Byggjum grænni framtíð. Mat á losun íslenskra bygginga hefur nú verið gert í fyrsta sinn, sem er grundvöllur þess að hægt sé að skilgreina árangursríkar aðgerðir til að draga úr losuninni.  Norrænt samstarf á sviði umhverfismála hefur einnig reynst okkur sérlega verðmætt og hvetjandi.

Samfélagsleg ábyrgð

Jafnlaunavottun

HMS lauk viðhaldsúttekt í jafnlaunaúttekt vegna ársins 2021 og mældist 0,8% launamunur konum í hag, sem telst ekki marktækur launamunur kynja. 

 

Samfélagsleg ábyrgð

Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna

HMS leggur áherslu á fimm Heimsmarkmið í starfsemi sinni: