Ársskýrsla 2021

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Starfsemi

Hlutverk og framtíðarsýn

Stefna

HMS er að stuðla að samfélagslegum árangri með því að tryggja aðgengi að öruggu húsnæði fyrir alla, fylgjast með
og meta framtíðarþörf og áætla framboð húsnæðis út frá
upplýsingum um hvað er í byggingu á hverjum tíma.

Hlutverk

Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi…

Framtíðarsýn

Að vera leiðandi í opinberri þjónustu við almenning, nýsköpun og stafrænum lausnum.
Að auka samstarf og samræmingu á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála og hafa stuðlað að lækkun vistspors byggingariðnaðarins.

Húsnæðisstuðningur

Húsnæðisstuðningur

Húsnæðisstuðningur er fjárhagslegur stuðningur hins opinbera við heimili til öflunar húsnæðis og er hann tengdur stöðu á húsnæðismarkaði. Húsnæðisstuðningur er veigamikill þáttur í aðkomu stjórnvalda að húsnæðismálum og hefur mikil áhrif á uppbyggingu húsnæðismarkaðar, byrði húsnæðiskostnaðar og tækifæri fólks til að velja á milli mismunandi búsetuforma.

Húsnæðisstuðningur

Lán til einstaklinga

HMS veitir lán til einstaklinga til kaupa á hagkvæmum íbúðum. Við veitingu einstaklingslána er lögð áhersla á að aðstoða tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur sem þarfnast fjármögnunar til að eignast  eigið heimili á viðráðanlegum kjörum.

Húsnæðisstuðningur

Lán til lögaðila

HMS veitir lögaðilum og félögum sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni, sveitarfélögum, stofnframlagshöfum og félagasamtökum lán til kaupa eða bygginga á hagkvæmum íbúðum. 

Húsnæðisstuðningur

Húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði. HMS hefur umsjón með afgreiðslu húsnæðisbóta og tekur ákvarðanir um réttindi til þeirra.

Húsnæðisstuðningur

Stofnframlög

Stofnframlög eru stuðningur í formi eiginfjár fyrir fyrirtæki og lögaðila til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði. Stofnframlög eru annars vegar veitt fyrir hönd ríkis í gegnum HMS og hins vegar frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem íbúðirnar koma til með að vera staðsettar í.

Húsnæðisstuðningur

Hlutdeildarlán

Hlutdeildarlán er nýtt úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga. Úrræðinu er ætlað að hjálpa einstaklingum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við að byggja upp eigið fé og komast í eigið húsnæði.

Mannvirki

Öryggi mannvirkja og eftirlit

HMS vill stuðla að öflugra samstarfi byggingariðnaðarins, sveitarfélaga og stjórnvalda svo framtíðarsýn um betri byggingarmarkað megi verða að veruleika. Á þeirri vegferð horfum við meðal annars til bættrar gagnaöflunar, skilvirkara starfsumhverfis hagaðila, öflugra eftirlits og vistvænni mannvirkjagerðar.

Brunavarnir

Brunagátt

HMS vinnur að gerð miðlægrar gáttar fyrir rafræn skil slökkviliða á upplýsingum til HMS en gáttin ber nafnið Brunagátt. Fyrstu tveimur áföngum Brunagáttarinnar var lokið á árinu með smíði mælaborðs og kerfisþáttar til skráningar og utanumhalds um slökkvibifreiðar. Með því eru stigin fyrstu skrefin að stafrænu eftirliti og gagnaskilum á sviði brunvarna í samræmi við stefnu HMS.

merkin

Með því að tileinka okkur þennan hugsunarhátt verðum við leiðandi í opinberri þjónustu

Gildi HMS

Skrefi á undan

Mikilvægasta hlutverk okkar er þjónusta við almenning, sem við veitum af áhuga og krafti. Öflugt starfsfólk með metnað til að veita virðisaukandi þjónustu mótar árangursríka vinnustaðamenningu.

Einföldum lífið

Við fögnum tækifærinu til að leita lausna, leiðbeina og miðla. Við erum stolt af sérfræðiþekkingu okkar og leggjum áherslu á að skapa virði fyrir samfélagið.

Sýnum hugrekki

Við erum óhrædd við að mynda okkur skoðun, framkvæma og standa með ákvörðunum okkar. Með því að taka ábyrgð á verkefnum og vinna þau af metnaði tryggjum við árangur.

Hugsum lengra

Við erum í fararbroddi í framþróun þeirra málefnasviða sem við berum ábyrgð á. Við lítum þau gagnrýnum augum, hugsum í lausnum og innleiðum nýjungar í þágu almennings.

Þjónustuloforð HMS

Stjórnkerfi HMS

Hjá HMS er ekki hefðbundið skipurit heldur byggir stjórnkerfi HMS á teymisskipulagi þar sem hvert teymi hefur skýrt hlutverk í þjónustu við almenning. Áhersla HMS á að vera leiðandi í opinberri þjónustu endurspeglast í stjórnkerfinu þar sem þjónusta er miðpunkturinn og öll teymi skilgreina viðskiptavini sína, verkið sem þarf að vinna og æskilegan árangur. 

Stjórnkerfi HMS byggir á teymisskipulagi þar sem hvert teymi hefur skýrt hlutverk í þjónustu við almenning. Áhersla HMS á að vera leiðandi í opinberri þjónustu endurspeglast í stjórnkerfinu þar sem þjónusta er miðpunkturinn og öll teymi skilgreina viðskiptavini sína, verkið sem þarf að vinna og æskilegan árangur. 

Mannauður

Starfsemi HMS

HMS fer með eftirlits- og samræmingarhlutverk á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála í samstarfi við sveitarfélög og starfar eftir 14 lagabálkum og 40 reglugerðum á 16 málefnasviðum.  

Megin málaflokkar á ábyrgð HMS eru:

  1. Eftirlit með mannvirkjagerð og mannvirkjaskrá
  2. Húsnæðisáætlanir og íbúðaþarfagreining
  3. Brunavarnaáætlanir og slökkvilið
  4. Fjármögnun hagkvæms húsnæðis og stefnumótun
  5. Eftirlit með rafmagnsöryggi og markaðseftirlit
  6. Húsnæðisbætur og leigumarkaður
  7. Rannsóknir og fræðsla
HMS

Samfélagsleg ábyrgð

Vistvænar áherslur HMS endurspeglast einkum í umhverfis- og loftslagsstefnu stofnunarinnar, 
framtíðarsýn hennar og þeim Heimsmarkmiðum sem tengd hafa verið við starfsemi hennar.

 

@ 2022 - Húsnæðis- og mannvirkjastofnun