Brunavarnir

Brunagátt

HMS vinnur að gerð miðlægrar gáttar fyrir rafræn skil slökkviliða á upplýsingum til HMS en gáttin ber nafnið Brunagátt. Fyrstu tveimur áföngum Brunagáttarinnar var lokið á árinu með smíði mælaborðs og kerfisþáttar til skráningar og utanumhalds um slökkvibifreiðar.

Úttekt á starfsemi slökkviliði

Árið 2021 fór fram úttekt á öllum 32 slökkviliðum landsins og voru 74 slökkvistöðvar heimsóttar.

 

Brunavarnaáætlanir sveitarfélaga

HMS yfirfer og samþykkir brunavarnaáætlanir sveitarfélaga. Markmið brunavarnaáætlana er að tryggja að slökkvilið séu rétt mönnuð, skipulögð, útbúin tækjum og með viðeigandi menntun og þjálfun til að ráða við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu.

Staða brunavarnaáætlana í árslok 2021

Brunamálaskólinn

BS_Portrait

HMS hefur umsjón með starfsemi Brunamálaskólans. Hlutverk skólans er að veita slökkviliðsmönnum og eldvarnaeftirlitsmönnum um allt land þá menntun, starfsþjálfun og endurmenntun sem nauðsynleg er vegna starfa þeirra. Á árinu 2021 voru haldin 14 námskeið á vegum skólans og hafa nemendur aldrei verið fleiri eða 689 talsins

Brunarannsóknir

Á árinu 2021 voru færri stórir og alvarlegir brunar heldur en árið 2020. Brunavarnasvið HMS rannsakaði þrjá bruna. Einn bruna þar sem mannstjón átti sér stað og tvo bruna sem talið var að hægt væri að draga lærdóm af.

Eldklár

Eldklár er átak á vegum HMS sem hefur það markmið að stuðla að vitundarvakningu almennings um brunavarnir á heimilum sínum. Gerð hafa verið hin ýmsu fræðslumyndbönd sem eru aðgengileg almenningi á vef HMS og samfélagsmiðlun, auk þess sem opnuð hefur verið Youtube rás þar sem myndböndunum er miðlað í þeim tilgangi að fræða og upplýsa almenning um brunavarnir.