Hlutverk og framtíðarsýn

Hlutverk HMS er þríþætt:

  1. Vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi.
  2. Auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu.
  3. Meta framtíðarþörf og áætla framboð húsnæðis og stuðla þannig að auknum stöðuleika á húsnæðismarkaði.

Framtíðarsýn HMS er eftirfarandi:

Að verða leiðandi í opinberri þjónustu við almenning, nýsköpun og stafrænum lausnum. Enn fremur að auka samstarf og samræmingu á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála og stuðla að minna vistspori byggingariðnaðarins.

Stefna HMS er að stuðla að samfélagslegum árangri með því að :

  • Tryggja aðgengi að öruggu húsnæði fyrir alla, fylgjast með og meta framtíðarþörf og áætla framboð húsnæðis út frá upplýsingum um hvað er í byggingu á hverjum tíma.
  • Stefna að lágmörkun slysa og tjóna og leggja áherslu á að vernda fólk, eignir og umhverfi, með því að lágmarka hættu af völdum rafmagns og elds.
  • Gera stjórnvöldum kleift að taka markvissar ákvarðanir byggðar á rannsóknum og traustum upplýsingnum úr rafrænum gagnasöfnum.
  • Stuðla að því að aðgerðir á húsnæðismarkraði séu unnar með hagsmuni allra haghafa að leiðarljósi; almennings, byggingariðnaðarins og stjórnvalda, þar með talið sveitarfélaga og fólks með sérstakar þarfir. 
  • Leggja áherslu á að koma í veg fyrir sóun tíma, fjármuna og annara gæða með skilvirkri stjórsýslu og vandaðri áætlanagerð og minnka vistspor á málefnasviðum stofnunarinnar.
  • Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála til að efla þekkingu og miðla reynslu.